*

Bílar 23. desember 2017

Mest lesnu bílafréttir ársins: 1-5

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um það nýjasta í bílabransanum, en hér er listi yfir fimm mest lesnu bílafréttir ársins.

Viðskiptablaðið fjallar reglulega um það nýjasta í bílabransanum. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað vakti áhuga hjá lesendum.

5) Á 260 km hraða yfir ísilagt vatn

Tinna Jóhannsdóttir tók við stöðu markaðsstjóra Brimborgar á síðasta ári. Hún kemur úr mikilli bílafjölskyldu þar sem fjölskylduboðin eru undirlögð tali um bíla.

4) Gullfallegur Geländewagen

Bjarni Þorgilsson er mikill áhugamaður um bíla og ekki síst eldri bíla sem hann hefur sérlega gaman af að gera upp.

3) Ofursportbíll frá Benz til Íslands

Bíll af gerðinni Mercedes-AMG GT hefur verið fluttur til landsins. Bíllinn er innfluttur af Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz. Ekki fæst uppgefið hvort hann sé seldur en bíll sem þessi kostar 30-35 milljónir.

2) Volvu frumsýnir nýjan jeppling í Genf

Sænski bílaframleiðandinn Volvo frumsýndi nýjan XC60 rétt í þessu. Bíllinn er þriðji bíllinn sem lítur dagsins ljós frá Volvo í nýrri hönnunarlínu.

1) Mercedes-Benz frumsýnir 805 hestafla fjölskyldubíl

Mercedes-Benz frumsýndi í gær fjögurra dyra hugmyndaútgáfu af Mercedes-AMG GT á bílasýningunni í Genf. Bíllinn verður búinn 4 lítra V8 vél með tveimur túrbínum auk rafmótors sem skilar 805 hestöflum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim