*

Hitt og þetta 25. apríl 2013

Milljarðamæringar gjafmildir í apríl

Irwin og Joan Jacobs eru fimmtu milljarðamæringarnir í aprílmánuði sem gefa 100 milljónir dala eða meira til skóla eða stofnana.

Irwin Jacobs og eiginkona hans, Joan, tilkynntu í vikunni að þau ætluðu að gefa Cornell háskóla og Technion-Israel Innovation Institute 133 milljónir dala.

Irwin lærði sjálfur við Cornell, fyrst nam hann hótelstjórnun en skipti svo yfir í rafmagnsverkfræði. Kona hans, Joan, lærði einnig við Cornell. Irwin er metinn á um 1,5 milljarða dali en hann er einn af stofnendum Qualcomm

Og Jacobs hjónin eru ekki einu gjafmildu milljarðamæringarnir í þessum mánuði: Leonard Lauder gaf málverkasafn sitt til Metropolitan safnsins í New York en það er metið á 1,1 milljarð dali. David Koch gaf 100 milljónir dala til byggingar spítala í New York og Charlie Munger gaf 110 milljónir dala til háskólans í Michigan. Stephen Schwarzman, stofnandi Blackstone, hyggst gefa 100 milljónir dala í formi skólastyrkja til bandarískra háskólanema sem vilja læra í Kína. 

Nánar er fjallað um málið á Forbes.com.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim