*

Matur og vín 23. október 2017

Morgunmaturinn kemur mér framúr

Annie Mist segist hreinlega verða að fá morgunmatinn sinn og leggur ýmisslegt á sig til þess.

Kolbrún Pálína Helgadótt

Annie Mist Þórisdóttir náði þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum sem fram fóru í sumar. Það vakti áhuga Eftir vinnu að vita hvað þessi þriðja hraustasta kona heims borðar í morgunmat.

Aldur?
27 ár

Starf?
Atvinnumaður í CrossFit, meðeigandi og þjálfari rossFit Reykjavíkur.

Hjúskaparstaða?
Í sambandi.

Stjörnumerki?
Meyja.

Ertu a eða b-týpa?
Myndi segja að ég sé nærri b-týpunni.

Skipuleggur þú daginn þinn kvöldið áður?
Já, ég reyni að skipuleggja mestallan daginn áður en ég fer að sofa.

Leggurðu í vana þinn að „snúsa“?
Nei, yfirleitt ekki og ef ég geri það þá er það á hvíldardögum.

 Hvenær svafstu síðast yfir þig?
 Man ekki eftir því, það er orðið mjög langt síðan það gerðist.

Áttu þér heilaga morgunrútínu?
Ég hreinlega verð að fá morgunmatinn minn, kann alls ekki að meta stress í byrjun dags, frekar vakna ég aðeins fyrr og gef mér góðan tíma til að gera mig tilbúna fyrir daginn.

Hvað borðar þú yfirleitt í morgunmat?
Ég fæ mér alltaf þrjú spæld egg og graut úr um 90 g af haframjöli sem ég elda í nýmjólk, út á hann set ég svo rúsínur og netur. Morgunmaturinn er það sem kemur mér fram úr, ég hlakka alltaf til að borða hann.

En þegar þú ert á hraðferð?
Þá legg ég það á mig að vakna aðeins fyrr og fæ mér sama morgunmatinn. En ef það er mjög snemma dags, til dæmis þegar ég er á leiðinni í flug þá geri ég hafragrautinn áður en ég fer að sofa, tek hann með mér upp á völl og fæ mér prótínhristing með honum.

Ertu meira fyrir te eða kaffi? Ég er meira fyrir te þar sem ég drekk ekki kaffi.

Hvað borðar þú í morgumat um helgar?
Alltaf það sama – ég elska morgunmatinn minn.

Ef þú gætir drukkið einn morgunbolla með hverjum sem er, hver yrði fyrir valinu?
Vá, ég veit það ekki alveg, kannski bara The Rock.