*

Tölvur & tækni 6. október 2017

Musk segist geta tryggt Puerto Rico rafmagn

Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, segist geta endurbyggt raforkukerfi Puerto Rico með sólarorku.

Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, segist geta endurbyggt raforkukerfi Puerto Rico með sólarorku. Puerto Rico varð mjög illa úti í fellibylnum María, sem gekk yfir svæðið fyrir nokkrum vikum. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á á stórum hlutum svæðisins.

Elon Musk fullyrti á Twitter að hægt væri að skala upp tækni sem fyrirtækið notar til að framleiða rafmagn fyrir minni eyjar til að tryggja raforku á svæðinu. Ríkisstjóri Puerto Rico svaraði: „Tölum saman“ á Twitter og spurði hvort forstjórinn og framtíðarhugsuðurinn vildi láta reyna á getu fyrirtækisins til að takast á við verkefni af þessari stærðargráðu. 

Í frétt á vef BBC segir frá að Tesla sé þekktast fyrir framleiðslu rafbíla en til fyrirtækisins heyrir einnig SolarCity, sem sérhæfir sig í framleiðslu sólarrafhlaðna og búnaði sem getur með góðu móti geymt mikið rafmagn.

Fyrirtækið hefur þegar tryggt sólarorku á eynni Ta'u, sem tilheyrir bandarísku Samóaeyjunum. Geymslugeta búnaðarins þar er svo mikil að eynni er tryggt rafmagn jafnvel þótt sól skíni ekki í þrjá daga. 

Stikkorð: Tesla  • Elon Musk  • sólarorka
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim