*

Matur og vín 19. maí 2017

Nammibitar með karamellu og saltkringlum

Einn vinsælasti matarbloggari landsins Berglind Guðmundsdóttir deildi nýverið vægast sagt girnilegri uppskrift að heimalögðu sælgæti á heimasíðu sinni www.gulurrauðurgrænnogsalt.is Hún deilir hér dásemdinni með Eftir vinnu.

Kolbrún P. Helgadóttir

„Þetta er uppskrift að einu rosalegasta nammibitum sem til eru. Þeir innihalda einungis fjögur hráefni og taka aðeins nokkrar mínútur í framkvæmd. Ég hef gert þá með það í huga eða eiga í frysti þegar góða gesti ber að garði en gestirnir hafa enn ekki náð að fá smakk þar sem þeir klárast um leið. Mitt ráð til ykkar er því að þið gerið að minnsta kosti tvöfalda uppskrift.“segir Berglind Guðmundsdóttir á heimasíðu sinni http://grgs.is/ um þessa girnilegu bita sem eru henta vel við öll tilefni.

Nammibitar með karamellu og saltkringlum


350 g suðusúkkulaði
230 g saltkringlur
300 g Dumle karamellur
sjávarsalt

  1. Setjið smjörpappír á ofnplötu.
  2. Bræðið helminginn af suðusúkkulaðinu. Hellið á smjörpappírinn og dreyfið úr því.
  3. Setjið saltkringlurnar strax yfir súkkulaðið og þrýstið lauslega niður. Mér finnst gott að láta vel af þeim.
  4. Bræðið karamellurnar ásamt 2 msk af vatni og hrærið vel saman. Hellið síðan yfir saltkringlurnar.
  5. Bræðið hinn helminginn af súkkulaðinu og hellið yfir karamellurnar.
  6. Stráið sjávarsalti yfir og frystið í nokkrar mínútur eða þar til þetta er farið að harðna.
  7. Brjótið eða skerið í bita.