*

Bílar 25. september 2014

Nettur og líflegur borgarbíll

Nýr Toyota Aygo verður kynntur víðs vegar um land á laugardaginn.

Ný kynslóð Toyota Aygo verður kynnt hér á Íslandi á laugardag. Þessi netti borgarbíll hefur vakið athygli fyrir líflega og skemmtilega hönnun sem gefur eigendum kost á að breyta útliti bílsins eftir sínu höfði. Bíllinn er fáanlegur í mörgum útfærslum og skipta má út ýmsum hlutum í yfirbyggingu og innréttingu allt eftir smekk hvers og eins. Aygo er vel búinn, með aðdraganlegu leðurklæddu veltistýri með aðgerðarhnöppum, rafmagni í rúðum að framan og 6 loftpúðum.

Í bílnum er einnig x-touch margmiðlunarkerfið með 7" skjá, bakkmyndavél, útvarpi, Bluetooth, USB tengi og 4 hátölurum. Nýr Aygo verður kynntur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kauptúni, Garðabæ á laugardag kl. 12 - 16.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim