*

Matur og vín 5. september 2017

New York Post fjallar um íslenska veitingastaði

Íslenskir veitingastaðir fá mikið lof í skemmtilegri umfjöllun blaðamanns New York Post sem ferðaðist um landið í sumar en tilgangur ferðarinnar var meðal annars að finna bestu veitingastaði Skandinavíu.

Blaðamaðurinn ferðaðist að eigin sögn frá Vestfjörðum til miðborgar Oslóar og kynnti sér mat beint frá býli, ferskan fisk og ferskasta grænmetið sem í boði var á hverjum stað fyrir sig. Íslensku staðirnir heilluðu hann uppúr skónum.

Vogafjós á Mývatni er einn þeirra staða sem fær skemmtilega umsögn en þar gæddi blaðamaður sér á nýveiddum laxi, bleikju, heimabökuðu brauði, ferskum mozarella osti og öðru góðgæti innan um kýrnar í sveitinni með útsýni yfir hraunið.

Nordic Restaurant á Seyðisfirði og Tjöruhúsið á Ísafirði fá sömuleiðis vægast sagt topp einkunnir blaðamanns fyrir staðsetningar, gæði og verð. Lesa má þessa skemmtilegu umfjöllun í heild sinni hér: http://nypost.com/2017/09/05/a-tasty-tour-of-scandinavias-coolest-restaurants/

 

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim