*

Hitt og þetta 22. maí 2018

Reynslusögur kvenna á nýjum vef

Bókin Tækifærin verður nú aðgengileg á vefnum.

Bókin Tækifærin verður aðgengileg á heimasíðunni taekifaerin.com. Í bókinni má finna viðtöl við 50 íslenskar konur; frumkvöðla, forstjóra, vísindamenn, sérfræðinga og ævintýrakonur almennt. Konurnar starfa víða um heim, allt frá Reykjavík og á Reyðarfirði, í San Francisco, Seattle, London og Lúxemborg og víðar. Það sem sameinar konurnar er að þær hafa lokið námi á sviði verkfræði, tækni eða raunvísinda. Ýmsar athyglisverðar frásagnir og góð ráð fléttast saman við sögur af náms- og starfsferli kvennanna fimmtíu.

,,Þetta eru svo flottar fyrirmyndir og áhugaverðar sögur, og við viljum að allir hafi færi á að lesa viðtölin og munum því birta þau eitt af öðru á heimasíðunni tækifærin.is.“ segir Hjördís Hugrún, annar höfunda bókarinnar.

Á instagram síðunni taekifaerin verður þar að auki hægt að fylgjast með.

Stikkorð: Tækifærin  • bækur