*

Menning & listir 13. júní 2018

Nýja Avengers myndin græðir á tá og fingri

Aðeins fjórða kvikmynd í sögunni sem þénar yfir 2 milljarða dollara í gegnum miðasölu.

Nýjasta ofurhetjukvikmynd Disney, Marvel myndin Avengers: Infinity War, hefur notið gífurlegrar velgengni. Kvikmyndin hefur hagnast um rúmlega 2 milljarða dollara í gegnum miðasölu kvikmyndahúsa á heimsvísu. Myndin var frumsýnd víða um heim í lok apríl á þessu ári. Frá þessu er greint á vef CNN

Þessi hagnaður er sögulegur, þar sem að kvikmyndin verður aðeins sú fjórða í sögunni sem þénar meira en 2 milljarða dollara í gegnum miðasölu. Avatar, Titanic og Star Wars: The Force Awakens eru hinar myndirnar sem skipa þennan fámenna hóp.

Það sem gerir þennan árangur enn merkilegri er sú staðreynd að Avengers: infinity War er eina af þessum sögulega tekjuháu myndum sem ekki var frumsýnd í desember mánuði, en ásókn í kvikmyndahús er yfirleitt mest í kringum hátíðirnar í desembermánuði.

Stikkorð: Disney  • Marvel  • Avengers