*

Bílar 31. ágúst 2018

Nýr Aygo kynntur á morgun

Nýr Aygo er skemmtilegur nútímabíll sem kemur nú með glænýju útliti og tengist snjallsímum beint.

Nýr Aygo verður í sviðsljósinu á stórsýningu Toyota á morgun, laugardag, hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi.

Nýr Aygo er skemmtilegur nútímabíll sem kemur nú með glænýju útliti og tengist snjallsímum beint. Auk Aygo kynnir Toyota uppfærða línu á C-HR hjá öllum söluaðilum Toyota og í Kauptúni má sjá hinn vandaða og veglega Hilux MLM, en um er að ræða einstaka útfærslu af bílnum með 18" álfelgum, LED aðalljósum og svartri innréttingu, svo eitthvað sé nefnt.

Fjórfaldir Vildarpunktar Icelandair fylgja öllum nýjum seldum bílum á sýningunni og þeir sem reynsluaka á laugardag geta átt von á vinningi því 5 heppnir vinna Canon EOS 800D myndavél. Þá verður gestum og gangandi boðið upp á léttar veitingar.

Stikkorð: Toyota  • Aygo
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim