*

Bílar 5. maí 2019

Nýr Defender prófaður í Afríku

Nú er ljóst að nýr og endurbættur Land Rover Defender kemur á markað á næsta ári.

Jaguar Land Rover hefur tilkynnt að ný og endurhönnuð gerð Land Rover Defender komi á markað í byrjun árs 2020.
Þangað til verður ein af frumgerðum bílsins notuð af alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum í Kenía þar sem hann verður notaður í akstri um mjög erfiðar og fjölbreyttar aðstæður. Nýr Defender verður framleiddur í nýrri verksmiðju Jaguar Land Rover í Nitra í Slóvakíu.

Defender kom fyrst fyrir almenningssjónir á bílasýningunni í Amsterdam þann 30. apríl árið 1948. Næstu mánuði hyggjast tæknisérfræðingar fyrirtækisins, sem endurhönnuðu og þróuðu hinn nýja Defender í Bretlandi, nýta til að leggja lokahönd á vélbúnað, áreiðanleika og getu frumgerðar bílsins í umfangsmiklum prófunum við margvíslegar og krefjandi aðstæður í Kenía þar sem starfsmenn alþjóðlegu náttúru- og mannúðarsamtakanna Tusk Trust munu hafa eina af frumgerðum bílsins til afnota á verndarsvæðinu í Borana.

Það er vel við hæfi að lokaprófanirnar fari fram í Afríku þar sem Land Rover hefur verið áratugum saman helsti vinnuþjarkur starfsmanna alþjóðasamtaka á borð við Rauða krossinn, starfsmenn þjóðgarða og verndarsvæða fyrir vilt dýr og fleiri innlendar og erlendar stofnanir og samtök.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim