*

Bílar 27. nóvember 2018

Nýr Evoque á leiðinni

Jagu­ar Land Rover hef­ur svipt hul­unni af nýrri kyn­slóð Range Rover Evoque.

Jagu­ar Land Rover hef­ur svipt hul­unni af nýrri kyn­slóð Range Rover Evoque. Þessi netti sportjeppa koam fyrst á markað árið 2010.

Von er á nýrri kyn­slóð Evoque hingað Íslands næsta vor samkvæmt upplýsingum frá BL, umboðsaðila Jaguar Land Rover á Íslandi.

Nýr Evoque er á nýj­um und­ir­vagni og bú­inn meiri tækni og munaði en áður enda er yf­ir­bygg­ing­in bæði lengri og hærri og bíll­inn auk þess lengri milli hjóla til að skapa meira innra rými. Þá er Evoque einnig fyrsti bíll fram­leiðand­ans sem boðinn verður í mildri ten­gilt­vinnút­gáfu og síðar hreinni ten­gilt­vinnút­gáfu. 

Að hönn­un nýs Evoque komu meðal ann­ars hönnuðir og fram­leiðend­ur lúxusvara í fremstu röð. Má þar nefna Ashley Williams og breska tísku­húsið Mul­berry. Nýr Evoque kem­ur á markað í byrj­un næsta árs og fer til að byrja með á helstu lyk­il­markaði Evr­ópu. Eins og áður segir er bíllinn væntanlegur til Íslands næsta vor.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim