*

Bílar 28. febrúar 2014

Nýr hugmyndabíll frá Volvo

Volvo Estate Concept verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í næstu viku.

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur birt myndir af nýjum langbak, Volvo Estate Concept, sem er eins og nafnið gefur til kynna enn á hugmyndastigi. Bíllinn verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf í næstu viku. 

Þessi rennilegi langbakur þykir líkjast hugmyndabílunum Concept Coupe og Concept XC Coupe sem Volvo hefur greint frá. Þar má nefna grillið sem á ættir að rekja til P1800-bílsins, aðalljósin, hinn breiða afturenda og afturljós. Helmingurinn af þakinu er úr gleri.

Innanrýmið er mjög nútímalegt og talsvert ólíkt því sem maður á að venjast frá sænska bílaframleiðandanu. Í stjórnborðinu hefur stór spjaldtölva leyst hefðbundin stjórntæki af hólmi á miðstokknum. Gírstöngin er úr kristal og þá er leður á mælaborðinu, svo eitthvað sé nefnt, þannig að Svíarnir ætla að vnda til verka með þessum bíl. Þá er einnig töff að sjá bílinn á 21 tommu felgum en þannig er hann kynntur til leiks.  

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim