*

Bílar 4. mars 2019

Nýr Kia e-Soul kynntur í Genf

Á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í Sviss verður nýr aflmeiri e-Soul rafbíll frá Kia kynntur.

Nýr Kia e-Soul rafbíll verður kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í mars. Er bíllinn aflmeiri en forverinn enda með nýjustu gerð af rafhlöðu sem gefur meira afl og endingu.

Kia e-Soul verður í boði með 64 kWh rafhlöðu sem er með drægni upp á 452 kílómetra á einni hleðslu í blönduðum akstri. Rafhlaðan skilar bílnum 204 hestöflum og togið er alls 395 Nm sem er 39% meira en áður. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 7,6 sekúndum.

Nýtt CCS hleðslukerfi gerir það að verkum að aðeins tekur 42 mínútur að hlaða hann frá 20%-80% í hraðhleðslu. Ný kynslóð e-Soul er talsvert breytt í hönnun frá forveranum Soul EV.

Hönnun nýja bílsins er nútímaleg og flott og verður bíllinn búinn helsta tækni- og öryggisbúnaði frá Kia. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur einnig bætt aksturseiginleika bílsins enn frekar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim