*

Bílar 9. ágúst 2018

Nýr Opel Grandland X frumsýndur

Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjeppa en þar eru fyrir Opel Crossland X og Mokka X.

Róbert Róbertsson

Nýr Opel Grandland X verður frumsýndur í sýningarsal Opel Krókhálsi 9 nk. laugardag klukkan 12-16.

Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjepplinga en þar eru fyrir Opel Crossland X og Mokka X. Crossland X hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur hér á landi en hann var frumsýndur nú í vor. Mokka X er einn mest seldi bíllinn í Evrópu í þessum flokki sem fer ört stækkandi um allan heim.

Grandland X er stærstur af þessum þremur bílum og kemur hingað til landsins til að byrja með í tveimur útfærslum, Enjoy og Innovation. Báðar útfærslurnar eru ríkulega búnar en meira af staðalbúnaði er að finna í Innovation. Báðar útfærslurnar af Grandland X sem koma hingað til lands eru framhjóladrifnar. 

1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018 en hún þykir sparneytin og umhverfismild. Vélin skilar 130 hestöflum og hámarkstogið er 230 Nm. Eyðslan er aðeins frá 5,2-5,3 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur.

Nýr Grandland X er fallega hannaður bæði að innan sem utan. Opel hefur lagt mikið í hönnun á innanrými sportjepplingsins og hefur tekist vel til. Grandland X er mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði frammí og afturí. Þá er farangursrými bílsins mjög rúmgott.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim