*

Bílar 23. febrúar 2017

Ofursportbíll frá Benz til Íslands

Bíllinn kostar 30-35 milljónir króna kominn á götuna hér á landi.

Bíll af gerðinni Mercedes-AMG GT hefur verið fluttur til landsins. Bíllinn er innfluttur af Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz. Ekki fæst uppgefið hvort hann sé seldur en bíll sem þessi kostar 30-35 milljónir.

Mercedes-Benz frumsýndi bílinn á bílasýningunni í París árið 2014. Bíllinn er með með 4 lítra V8 Biturbo vél sem skilar 510 hestöflum. 

Stjórnendur Mercedes-Benz hafa verið ófeimnir við að segja að nýja sportbílnum sé ætlað að keppa við Porsche 911, en Mercedes hefur aldrei farið í beina samkeppni við 911.

Bæði fyrirtækin eru með höfuðstöðvar í Stuttgart og um tíma áttu þau náið samstarf, ekki síst um smíði véla.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim