*

Menning & listir 3. febrúar 2014

Ógleymanleg sena Hoffman í Punch-Drunk Love – Myndband

Philip Seymor Hoffman er minnst um allan heim í dag.

Bandaríski leikarinn Philip Seymour Hoffman, sem lést í gær á heimili sínu á Manhattan, er syrgður um allan heim.

Kollegar leikarans minnast Hoffman á samskiptamiðlinum Twitter þar sem þeir tala um hve hæfileikaríkur og ljúfur karakter hann var og þægilegur samstarfsfélagi. Leikararnir Robert de Niro, George Clooney, Jennifer Lawrence og Julianne Moore eru á meðal leikara sem hafa minnst Hoffman.

Hoffman lék í ólíkum kvikmyndum eins og The Master, Doubt og Capote og einnig stórmyndum á borð við The Big Lebowski, Boogie Nights og Almost Famous. Hann lék einnig í kvikmyndinni Punch-Drunk Love.

Á vefsíðunni Gizmodo er frægt atriði úr myndinni Punch-Drunk Love rifjað upp en það kallast „þegiðu senan” þar sem Adam Sandler hringir inn og kvartar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim