*

Menning & listir 8. desember 2014

Ólafur sýnir í Louis Vuitton safni

Sýning Ólafs Elíassonar í París mun kanna tengsl á milli „sjálfsins, rýmisins og alheimsins“.

Dansk/íslenski myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson mun í næstu viku opna sýninguna „Contact“ í hinu nýopnaða Fondation Louis Vuitton safni í París. Sýningin, sem er fyrsta einkasýning hans í Frakklandi í 12 ár, mun kanna tengsl á milli „sjálfsins, rýmisins og alheimsins“ með því að útbúa sérstakan hliðarheim innan safnsins samkvæmt tilkynningu.

Um sýninguna sjálfa segir Ólafur að hún fjalli um það sem er á brún skynheimsins og hugarheimsins. „Hún er um sjóndeildarhringinn sem skilur á milli, fyrir hvert og eitt okkar, þess sem er þekkt og óþekkt,“ segir Ólafur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim