*

Matur og vín 10. apríl 2017

Ómótstæðileg eftirréttabók á leið í verslanir

Náttúrulega sætt er leikandi létt og sæt eftirréttabók eftir Tobbu Marinósdóttir ritstjóra Matarvefs mbl.is. Bókin kemur í verslanir á morgun.

Kolbrún P. Helgadóttir

Í bókinni notar Tobba aðeins náttúruleg sætuefni á borð við döðlur og banana.

Tobba á 2 ára dóttur sem elskar gúmmelaði eins og móðir hennar en í bókinni má finna hollari útgáfur af hinum ýmsu uppskriftum sem henta ákaflega vel fyrir börn. Ómótstæðilegar ostakökur, súkkulaðiíspinnar og konfekt sem dæmi. “Ég legg upp með að eina uppskrift sé hægt að nota á 2-3 vegu svo það er í raun ekki mjög margar uppskriftir í bókinni en útfærslurnar margar. Þær eru líka allar auðveldar og margar hverjar vegan.Til dæmis er uppskrift af besta granola í heimi sem ég nota svo í kökubotna og stökkarhnetusmjörskonfekt kúlur. Jesús og svo er sykurlausa súkkulaðimöndlusmjörið sturlað! Það er gott sem krem eða fylling í smábökur(tarts)”

Tobba og besta vinkona hennar ljósmyndarinn Íris Ann keyrðu vítt og breytt um landið til að safna blómum og íslenskum ávöxtum til að nota í bókina svo sem íslensk kirsuber. 


 

Bókin er afar fögur að innan sem og að utan.

 

í bókinni má finna hollari útgáfur af hinum ýmsu uppskriftum sem henta ákaflega vel fyrir börn.