*

Matur og vín 22. janúar 2018

Opnun O’Learys fagnað

Á þriðja hundrað gestir mættu á veitingastaðinn og nutu veitinga og góðrar tónlistar.

Tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Matthías Matthíasson og Hreimur Örn Heimsson héldu uppi góðri stemmningu með lifandi tónlist allt kvöldið. Jonas Reinholdsson, eigandi O’Learys franchise veitingakeðjunnar, opnaði staðinn formlega með því að klippa á rauða borðann fræga, ásamt eigendum O’Learys Smáralind. Mikil ánægja var með kvöldið meðal gesta og eigenda staðarins.

,,Þetta er fyrsti O'Learys staðurinn á Íslandi og vonandi verða þeir fleiri. Stemmningin var frábær og gott andrúmsloft," segir Elís Árnason, leyfishafi O´Learys á Íslandi, hæstánægður með kvöldið. Að sögn Elís á O´Learys á Íslandi að vera staður þar sem fjölskyldur og vinir geta hist og notið góðra veitinga, horft á íþróttir, leikið sér eða slappað af. Merkið er innblásið frá Boston og býður uppá góða upplifun fyrir viðskiptavinina, bæði í mat og drykk, og einnig vel heppnaðri hugmynd um hvernig góður matur og íþróttaleikir geta mæst.

Jonas Reinholdsson, eigandi O'Learys veitingakeðjunnar, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, og Elís Árnason, leyfishafi O'Learys í Smáralind, voru hressir í opnunarteitinu.

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim