Í síðasta mánuði tilkynnti Pantone um lit ársins en fyrir valinu varð að þessu sinni svokallaður Ultra Violet. Liturinn er fjólublár, mildur og fallegur.

Le Creuset pottaframleiðandinn klassíski fylgd fast á hæla Pantone og hefur nú sett í sölu pott í nánast sama lit. Le Creuset vill þó meina að liturinn þeirra sé innblásinn af Lavander ökrum að sumartíma í Provence, í suður Frakklandi. Hvort heldur sem er þá er fjólublár án efa litur ársins og má ætla að hann verði áberandi bæði í málningu sem og innanstokksmunum.