*

Bílar 9. október 2018

Rafbíll fyrir James Bond

Aston Martin mun koma fram með nýjan rafbíl Rapide E sem mun koma á markað á næsta ári.

Aston Martin mun koma fram með nýjan rafbíl Rapide E sem mun koma á markað á næsta ári. Hann verður framleiddur í aðeins 155 eintökum.

Bíllinn er þróaður í samstarfi við Williams Formúlu 1 liðið og það verður engin vöntun á afli í þessum nýja rafbíl frekar en öðrum bílum breska sportbílaframleiðandans. Rapide E verður með tvo rafmótora að aftan sem mun skila bílnum 600 hestöflum. Hann kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á innan við fjórum sekúndum. Bíllinn verður með drægnin upp á 321 km. 

Spurning hvort hér sé kominn rafbíll fyrir James Bond, njósnara hennar hátignar, en hann er oftar en ekki á Aston Martin kerrum. Ekki er enn búið að sýna myndir af hinum nýja rafbíl Rapide E en miðað við þær teikningar sem komið hafa af rafbílnum verður hann væntanlega nánast alveg eins í útliti og Rapide S sem Aston Martin lét breyta í rafbíl.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim