*

Bílar 3. janúar 2018

Rafmagnað hjá Öskju

Rafbílalína Kia sem inniheldur fimm mismunandi rafbíla verður kynnt hjá Öskju á laugardaginn.

Bílaumboðið Askja býður til rafbílasýningar Kia í sýningarsal sínum að Krókhálsi 11 nk. laugardag klukkan 12-16. Kynnt verður rafbílalína Kia en um er að ræða Kia Soul EV, Kia Optima PHEV í tveimur útfærslum, Kia Niro PHEV og Kia Niro HEV. Alls eru í boði fimm mismunandi gerðir rafknúinna bíla, en Kia var á dögunum útnefndur framleiðandi ársins í flokki Plug in Hybrid fólksbíla hjá Green Fleet. 

Kia Soul EV er hreinn rafbíll og skilar fínni hröðun og hámarkshraða sem er 145 km/klst. Drægni bílsins er um 250 km á rafmagninu og losunin er engin. Kia Niro í Plug-in Hybrid útfærslu er með 141 hestafla tengiltvinnvél sem samanstendur af 1,6 lítra bensínvél og rafmótor. Bíllinn státar af rafakstursdrægni upp á 58 kílómetra.  Optima í Plug-in Hybrid útfærslu er búinn tengiltvinnvél sem samanstendur af rafmótor og 1,7 lítra bensínvél. Optima er einnig fáanlegur í Sportswagon útfærslu en hann er rúmbetri útgáfa af hinum sígilda Optima og býður upp á meira farangurspláss.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim