*

Bílar 8. september 2017

Rafmagnaðar frumsýningar

Það ætti að vera nóg um að vera fyrir aðdáendur rafbíla en Askja og Bílabúð Benna halda báðar sérstakar rafbílasýningar á morgun.

Á rafbílasýningu Porsche fá áhugamenn um rafbílavæðinguna í bílaiðnaðinum að kynnast því nýjasta sem þýski ofur bílaframleiðandinn hefur fram að færa. Aðal númerið á sýningunni er frumsýning á ofur bílnum Panamera Turbo S E-Hybrid, sem er 680 hestöfl og 3,4 sek. í hundraðið.

Kia býður á sama tíma til rafbílasýningar í sýningarsal Öskju. Sýndir verða rafbílar sem og bílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni en Kia línan telur nú 5 gerðir raf-, tvinn-, og tengiltvinnbíla. Frumsýndir verða tveir nýir bílar en Niro Plug-in Hybrid og Optima Sportswagon Plug in Hybrid eru nýjastir í línu Kia. Einnig verða til sýnis aðrir raf-, hybrid- og Plug-in Hybrid bílar frá Kia en þeir eru Kia Soul EV sem nú er kynntur með enn betri drægni en áður, Niro Hybrid og Optima PHEV.

Hvort tveggja sýningin hjá Bílabúð Benna og Öskju verða opin á morgun kl. 12-16.

 

Stikkorð: Askja  • Porsche  • Bílabúð Benna  • Optima PHEV  • kia Soul EV  • Niro Hybrid
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim