*

Sport & peningar 10. september 2018

Risaskjár á æfingasvæðinu

Þýska knattspyrnuliðið Hoffenheim færir töflufundina úr fundarsalnum og á æfingasvæðið.

Þjóðverjar hafa oft staðið mjög framarlega þegar kemur að tækninýjungum. Nú hefur þýska knattspyrnuliðið Hoffenheim látið reisa risa-sjónvarpsskjá á æfingasvæði sínu.

Ástæðan fyrir þessu er að forsvarsmenn liðsins vilja færa „töflufundina“ úr fundarsalnum og á æfingasvæðið. Hægt verður að sýna brot úr leikjum á skjánum en einnig verða fjórar myndavélar á æfingavellinum, sem geta sýnt æfinguna í rauntíma. Þjálfararnir verða með sjónvarpsfjarstýringar og geta þannig spólað fram og til baka og kennt leikmönnum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim