*

Matur og vín 18. mars 2012

Rub23 í Reykjavík

Sjávarkjallarinn er kominn í hendur nýrra eigenda. Þeir ætla að rubba hann - eins og það er kallað.

Eigendur veitingastaðarins, Rub23 sem hefur verið rekinn í Kaupvangsstræti á Akureyri frá árinu 2008, hafa keypt Sjávarkjallarann í Reykjavík og opnað þar nýjan Rub23 veitingastað.

Rub23 í Reykjavík kemur til með að vera „rubbaður“ þ.e. sama consept og staðurinn á Akureyri, en hann er fyrst og fremst sjávarréttaveitingastaður með fjölbreytt úrval fisktegunda og mikið úrval af sushiréttum í bland við kjötrétti.

Stikkorð: Rub 23  • Sjávarkjallarinn