*

Bílar 25. október 2016

Samstarfsverkefni Porsche og Lego

Lego hefur hafið samstarf við Porsche um framleiðslu á útgáfu á Porsche 911 sportbílnum.

Danska leikfangafyrirtækið Lego hefur hafið samstarf við þýska lúxusbílaframleiðandann Porsche um að framleiða flotta útgáfu af Porsche 911 GTS RS sporbílnum. Porsche Lego bíllinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi en nokkur eintök verða til dæmis til sölu í Legobúðinni í Smáralind.

Porsche Lego bíllinn þykir mjög líkur alvöru Porsche 911 GTS RS bílnum og sjá má smáatriði eins og innréttinguna, gírkassann, vélina og margt fleira sem er nánast alveg eins og í bílnum í raunveruleikanum. Þá er hinn sérstaki rauðguli litur sem er á Porsche Lego bílnum mjög einkennandi fyrir Porsche 911 GTS RS.

Porsche Lego bíllinn fékk mikla athygli þegar hann var kynntur til sögunnar með pomp og pragt ekki alls fyrir löngu. Porsche Lego bíllinn kostar 49.900 krónur í Legobúðinni og er væntanlega dýrasta Lego dótið sem þar fæst.

Alvöru Porsche 911 GTS RS er aflmikill sportbíll með 4 lítra bensínvél sem skilar 500 hestöflum. Bíllinn er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 310 km/klst.

Stikkorð: Porsche  • bíll  • Lego
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim