*

Veiði 22. ágúst 2017

Skelfilegt í Soginu

Árni Baldursson segir að fara þurfi í róttækar aðgerðir til bjarga Soginu.

Trausti Hafliðason

Árni Baldursson, eigandi Lax-á, sem er meðal annars með Ásgarð í Soginu á leigu, segir að segir að það vanti lax í Sogið.

„Staðan er skelfileg og ég hef miklar áhyggjur af henni. Það var veitt á maðk árum saman í Soginu og í mörg ár voru flestir laxar drepnir. Þetta, auk netaveiða Veiðifélags Árnesinga, er að drepa ána. Það þarf að fara í mjög róttækar aðgerðir í Soginu. Það þarf að grípa inn í. Að mínu mati þurfa landeigendur að taka ákvörðun um að skylda veiðimenn til að sleppa öllum laxi. Mér finnst ástandið vera þannig."

Sogið er vatnsmesta bergvatnsá landsins. Áin fellur úr Þingvallavatni og um 20 kílómetrum neðar sameinast hún Hvítá í Árnessýslu. Líkt og viðar hafa borist fregnir undanfarið af hnúðlöxum í Soginu.