*

Bílar 5. febrúar 2014

Skoda á góðri siglingu

Skodabílar eru nú lang mikilvægasta útflutningsvara Tékklands.

Það er af sem áður var þegar Skoda var einskonar samnefnari yfir ódýra og óspennandi austantjaldsbíla sem biluðu oft og entust stutt. Skoda bílar dagsins í dag byggja á tækni frá Volkswagen og þykja vel byggðir og vandaðir og verð þeirra mjög hagstætt miðað við marga sambærilega bíla.

Skodabílar eru nú lang mikilvægasta útflutningsvara Tékklands. Sala Skodabíla hefur vaxið ört mörg undanfarin ár og ekki er annað í kortunum en hann haldi áfram á þessu ári. Á nýliðnu ári seldust um 920 þúsund Skoda bifreiðar í heiminum og Tékkarnir stefna að því að ná 1,5 milljón bíla árssölu fyrir 2018.

Nýr Skoda Octavia styrkti enn frekar stöðu bílaframleiðandans en þessi vel heppnaði millistærðarbíll fékk mjög góðar viðtökur víða um heim og var m.a. valinn bíll ársins 2014 á Íslandi, Danmörku og víðar. Skoda Octavia var einnig mest seldi bíll ársins 2013 á Íslandi og átti mikinn þátt í því að Skoda var með 10,5% markaðshlutdeild á hér á landi sem er sú hæsta hjá bílaframleiðandanum í Vestur-Evrópu.

Stikkorð: Bílar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim