*

Tölvur & tækni 8. október 2013

Snjallúr Samsung komið til landsins

Guðmundur Arnar hjá Nova segir fyrirtækið alltaf langa til að bjóða upp á það sem er sniðugt og skemmtilegt.

„Við erum alltaf að reyna að bjóða upp á það sem er nýtt og skemmtilegt og flott,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova. Fyrirtækið er nú komið með nýja snjallúrið Samsung Gear. Þetta er splunkunýtt úr en Samsung svipti hulunni af því í byrjun síðasta mánaðar.

Í úrinu er hægt að skoða tölvupósti, hlustað á tónlist, tekið myndir og talað í úrið. 

Hægt er að tengja úrið við bæði Samsung Galaxy S3 og S4 auk spjaldtölvanna Note 2, Note 3 og Note 10.1 með Bluetooth-tækni og því hægt að bæta verulega við tækni úrsins.

Úrið inniheldur 1,9 megapixel myndavél, 4,5 GB minni og 1,63” snertiskjá. Fram kemur í tilkynningu frá Nova að úrið bjóði upp á mikið af öppum, s.s. Snapchat, ChatOn, RunKeeper, Tripit, Evernote, S Health, Notification, Vivino Wine, Kik Messenger og Path.

Hér má skoða virkni úrsins í samanburði við öllu hefðbundnari gerð:

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim