*

Ferðalög 4. febrúar 2014

Sparaðu í fríinu

Þegar farið er í margra daga frí er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp ef fólk er ekki á varðbergi.

Til eru margar leiðir til að spara krónu hér og krónu þar þegar haldið er í fríið. Auðvitað er ekkert gaman að rýna í hverja krónu en það getur margborgað sig að hugsa aðeins málin áður en veskið er dregið gagnrýnislaust upp og peningar reiddir af hendi.

Á Stuff.co.nz er praktísk grein þar sem farið er yfir nokkur góð ráð hvernig má spara þegar farið er í frí.

Þar er minnt á að ferðamenn eru oft á tíðum berskjaldaðir fyrir svikum og prettum og gjarnan umkringdir sölumönnum og vertum sem eru meira en til í að hafa af þeim fé.

Lítum á nokkur gagnleg ráð um hvernig má forðast að eyða um of á ferðalaginu:

Þjórfé. Gott er að rýna vel í reikninginn á veitingastöðum og athuga hvort þjórfé er innifalið í verðinu. Stundum stendur ekkert og þá er ágætt að spyrja. Sérstaklega ef þjónustan var ekkert sérstök og engin gríðarleg ástæða til að umbuna þjónum með aukaþjórfé.

Borðaðu standandi. Fáðu þér frekar samloku eða annan skyndibita á samlokubar með engum sætum. Þessir staðir eru oft ódýrari og betri en dýru veitingastaðirnir. Gæðastimpill á svona stöðum er ef heimamenn standa í röð eftir afgreiðslu.

Mundu eftir VAT. Ekki gleyma að taka nótu fyrir taxfree ef keypt er yfir ákveðið verð. Endurgreiðsla fæst á flugvellinum gegn framvísun vörunnar, í flestum tilfellum.

Hér má sjá fleiri góð ráð til að hafa í huga á ferðalaginu.

Stikkorð: Ferðalög  • Sparnaður  • Svik og prettir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim