*

Bílar 5. janúar 2018

Spennandi frumsýningar á morgun

Það verður talsvert um að vera fyrir bílaáhugamenn á morgun, laugardag. Toyota mun frumsýna nýjan og breyttan Land Cruiser 150 og Hekla frumsýnir tvo nýja bíla, Skoda Karoq og Volkswagen T-Roc.

Toyota Land Cruiser er oft nefndur Íslandsjeppinn og ekki að ósekju enda afar vinsæll jeppi hér á landi. Töluverðar breytingar hafa orðið á útliti Land Cruiser 150 sem og á innréttingu bílsins. Þá hefur búnaður Land Cruiser fyrir akstur á torfærum vegum verið aukinn og margvíslegar breytingar verið gerðar á þægindum og aukið við öryggisbúnað. Land Cruiser 150 fæst í fjórum útfærslum, LX, GX, VX og Luxury. Jeppinn verður frumsýndur hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri á morgun klukkan 12-16. 

Það verður mikil bílaveisla hjá Heklu á sama tíma á morgun. Skoda Karoq verður forsýndur en hann er rúmgóður bíll með 1,630 lítra farangursrými. Þetta er fyrsti bíllinn frá Skoda sem hægt er að fá með stafrænu mælaborði. Karoq státar af einum virtustu bílaverðlaunum Evrópu, Golden Steering Wheel, og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þá verður Volkswagen T-Roc einnig frumsýndur en þetta er spánýr og nettur sportjeppi sem vekur eftirtekt. Sjöttu kynslóðar Volkswagen Polo verður einnig sýndur en Polo fagnar 42 ára afmæli sínu um þessar mundir. Polo hefur stækkað töluvert og er sportlegri en áður. Þá verður 245 hestafla töffarinn Skoda Octavia RS245 sýndur á sýningunni en þetta er kraftmesta Octavian sem framleidd hefur verið. Fjölskyldubíllinn Skoda Octavia Scout hefur fengið andlitslyftingu, er með aukna veg hæð og með miki af tæknilausnum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim