*

Bílar 24. júní 2016

Stæðilegur Ford Edge

Nýr Ford Edge er stór og öflugur jeppi sem verður frumsýndur hjá Brimborg á morgun.

Ford Edge er fjórhjóladrifinn, búinn 210 hestafla dísilvél og kemur á 19 tommu Titanium álfelgum. Vélin er kraftmikil en á sama tíma sparneytin. Hún eyðir frá 5,9 l/100 km í blönduðum akstri og losar aðeins 149 g/km af koltvísýringi samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Í Ford Edge er Stop-Start spartækni sem slekkur á vél bílsins þegar bíllinn stöðvast og kveikir á honum aftur þegar þú tekur fótinn af bremsunni eða sleppir kúplingunni á beinskiptum. 

Hann er mjög rúmgóður enda 4,8 metrar að lengd og vel búinn aksturs- og öryggiskerfum. Dráttargetan er mikil eða 2.000 kg og veghæðin er rúmir 20 cm undir lægsta punkt. Það má því segja mér réttu að þessi jeppi henti vel við íslenskar aðstæður. 

Meðal staðalbúnaðar í Ford Edge er SYNC II samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, 8" snertiskjár, íslenskt leiðsögukerfi, bakkmyndavél, veglínuskynjari, umferðaskiltalesari, rafdrifinn afturhleri með skynjara og upphitanleg Quickclear framrúða svo eitthvað sé nefnt.

Stikkorð: Bílar  • Brimborg  • Eftir Vinnu  • Ford Edge
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim