*

Ferðalög 15. janúar 2014

Stærsta verslunarmiðstöð í heimi – Myndband

Ef fólk nennir ekki að ganga en vill versla eins og vindurinn þá er verslunarmiðstöðin Dubai Mall svarið.

Dubai Mall í miðborg Dubai er stærsta verslunarmiðstöð í heimi. Verslunarmiðstöðin var byggð 2008, er rétt um 1,1 milljón fermetrar og býður upp á 1200 verslanir.

Fólk þarf þó ekki að ganga frekar en það vill því boðið er upp á litla bíla með leðursætum sem geta ekið allt að fimm manns á milli búða. Og það er kannski allt eins og gott því skódeildin eða „skóhverfið” í verslunarmiðstöðinni er 9000 fermetrar. Þarna er aðeins meira úrval en þegar skotist er í Kringluna eða Smáralind, með fullri virðingu fyrir þeim ágætu verslunarmiðstöðvum.

Þó að yfir ein milljón gesta heimsæki verslunarmiðstöðina í hverri viku er nóg pláss eins og sést á myndbandinu og aldrei troðið af fólki. Hér má sjá myndband af ökuferð um verslunarmiðstöðina.

Stikkorð: Dubai  • Verslunarmiðstöð  • Dubai Mall
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim