*

Bílar 30. október 2014

Styttist í Kia Soul EV

Rafmagnsbíllin Kia Soul EV verður kynntur hjá Bílaumboðinu Öskju í nóvember.

Rafmagnsbíllinn Kia Soul EV verður kynntur hjá Bílaumboðinu Öskju í nóvember en þetta er fyrsti rafbíllinn sem Kia framleiðir fyrir alþjóðlegan markað.

Kia Soul EV er byggður á nýjustu kynslóð Kia Soul sem er með bensín- og dísilvél, báðum 1,6 lítra. Rafmagnsbíllinn er knúinn 81,4 kílóvatta rafmótor sem skilar 285 NM togi til hjólanna. Bíllinn er innan við 12 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið en hámarkshraði hans verður um 145 km/klst.

Í bílnum verður búnaður er endurnýtir hemlunarorku og skriðorku og skilar henni til rafgeymanna. Bíllinn hefur 212 km drægni við bestu hugsanlegar aðstæður.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim