*

Tölvur & tækni 22. mars 2015

Tekur tíma að átta sig á notagildinu

Nýtt Apple úr er væntanlegt á markað í apríl en framleiðendur vinsælla smáforrita hafa komið að þróun úrsins í samstarfi við Apple.

Apple kynnti í síðustu viku hið margumrædda Apple úr sem er væntanlegt á markað í apríl. Hægt er að fá um 38 mismunandi gerðir úrsins og kosta þau allt frá tæpum 50 þúsund krónum uppí 2,3 milljónir króna.

Hörður Ágústson, framkvæmdastjóri Maclands, segir að Ísland sé ekki eitt þeirra landa sem fái úrin 24. apríl næstkomandi. „Ég hugsa að við verðum á svipuðum tíma og til dæmi Danmörk og Svíþjóð en það hefur verið raunin hingað til í flestum tilvikum þegar um nýjar vörur frá Apple er að ræða.“

Hörður segir að með nýrri tækni sé hægt að taka á móti öllum tilkynningum í úrinu. „Ég fæ aragrúa af ,,notifications” í símann minn á hverjum degi og ríf þá upp símann úr vasanum jafnvel til þess eins að sjá að Bónus er með á lambalærum um helgina. En með tilkomu úrsins geturu séð tilkunninguna á úrinu og unnið með hana þaðan.“

Apple úrið er fyrsta nýja varan frá Apple síðan iPad var kynntur árið 2010 að sögn Harðar. „iPhone kom út árið 2007 þannig að í raun má segja að það hafi verið kominn tími á nýjan vöruflokk frá Apple.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Macland  • Apple Watch  • Apple watch
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim