*

Sport & peningar 11. febrúar 2015

Þúsund milljarða sjónvarpsréttindi

Enska úrvalsdeildin seldi sjónvarpsréttindi fyrir leiki deildarinnar á 71% hærra verði en síðast.

Enska úrvalsdeildin hefur selt sjónvarpsréttindi fyrir leiki deildarinnar til Sky og BT fyrir samtals 5,14 milljarða breskra punda - jafngildi um 1.000 milljarða íslenskra króna. BBC News greinir frá málinu.

Um metfjárhæð er að ræða og er hún 71% hærri en þegar réttindin voru boðin út síðast, en þá nam fjárhæðin rúmum 3 milljörðum punda. Samið var við Sky, sem keypti fimm af sjö sjónvarpspökkum á 4,2 milljarða punda, og BT, sem keypti hina tvo á 960 milljónir punda. Samningarnir gilda frá 2016 til 2019.

Samkvæmt samningunum verða 168 leikir sýndir í beinni útsendingu á tímabilinu og nemur meðalfjárhæð á hvern leik 10,2 milljónum punda eða tveimur milljörðum íslenskra króna. Sky mun sýna 126 leiki en BT sýnir 42 leiki.

Nýju samningarnir eru gífurlega þýðingarmiklir fyrir knattspyrnufélög deildarinnar, en þau sækja mikinn hluta tekna sinna þangað. Þannig hækkuðu hlutabréf í Manchester United um 5% við tíðindin.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim