*

Ferðalög 28. maí 2017

Tíminn með börnunum mikilvægur

Sigríður Arna Sigurðardóttir og Lára G. Sigurðardóttir eru konurnar á bak við bókina „Reykjavik With Kids“ sem kom út á dögunum.

Kolbrún Pálína Helgadótt

„Það eru ótal fallegir staðir á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að skoða og leggja inn í ævintýrabanka fjölskyldunnar. Við lesum um ævintýri annarra í bókum en skemmtilegustu eru okkar eigin ævintýri. Þessi bók er einmitt hugsuð sem samverubók fyrir alla sem langar að búa til eigin ævintýri,“ segir Lára spurð um tilkomu bókarinnar. 

„Það er ógrynni til af mataruppskriftum þarna úti en okkur fannst vanta svona samverubók með uppskriftum að því hvað hægt er að gera saman. Hver og einn kryddar svo eftir sínum smekk. Bókin er á ensku og ætluð fyrir enskumælandi fólk búsett hér á landi og erlenda ferðamenn með börn en í raun hentar hún fyrir alla því flestir íslendingar eru vel læsir á ensku.“ Samanlagt eiga þær sex börn og því óhætt að segja að þær hafi langa og mikla reynslu í því að skapa afþreyingu og ævintýri fyrir sín börn.

Ævintýrin leynast víða

Sigríður segir bókina hafa tekið hátt í þrjú ár í vinnslu. „Við leggjum mikið upp úr því að miðla af eigin reynslu og fara á alla staðina. Það eru staðir sem komust ekki í bókina því á einhverjum tímapunkti þarf mað­ ur að stoppa. Annars væri hún enn í vinnslu.“

Þeim Sigríði og Láru fannst mikilvægast að bókin væri með lýsandi myndum og stuttum og hnitmiðuðum textum til að gefa hugmyndir að næsta ævintýri. „Ævintýrin leynast víða og í bókinni drögum við fram mörg útivistarsvæði því það er svo endurnærandi að vera umvafinn fallegri náttúru, sérstaklega þegar maður tekur svolítið á því. Svo eru einnig margs konar spennandi afþreying innanhúss sem við bendum á. Þegar við á, þá tengjum við staðina við þjóðtrúna sem gerir staðina enn meira spennandi.“

Hugsjónastarf launað með þakklátum lesendum

Þetta er önnur bókin sem þær Sigríður og Lára skrifa saman en þær eru einnig höfundar bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn. Þær segja við­ tökurnar við henni hafa verið framar vonum. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.