*

Menning & listir 22. apríl 2018

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

Tónlistarhúsið Harpa hefur sópað að sér verðlaunum undanfarið og nú hafa ný bæst í safnið.

Tónilstar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut á dögunum byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology (USITT). Arkitektar Hörpu eru Henning Larsen Arkitektar í Danmörku og Batteríið arkítektar ehf. og hlutu þeir viðurkenningu ásamt Artec – nú ARUP, hljómburðarhönnuðum hússins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hörpu.

„Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða," segir í tilkynningunni. „Dómnefnd telur jafnframt minni sali eins og Norðurljós tilvalinn sal fyrir kammertónleika og uppistand en Silfurberg vel sniðinn fyrir rafmagnaða tónleika. Fjölbreytt úrval rýma sem húsið hefur upp á að bjóða, ríkulegur tækjakostur og framúrskarandi starfslið, geri Hörpu að óviðjafnanlegum valkosti. Harpa er fjölnota og nútímalegt viðburðahús þar sem allar tónlistarstefnur geta fundið sér stað.“

USITT verðlaunin er ekki eina viðurkenningin sem Harpa hefur hlotið á árinu því nýverið var Harpa valin ein af 10 fremstu byggingum heims á sviði hönnunar af tímaritinu Architechtural Digest. Áður hefur Harpa meðal annars hlotið Mies van der Rohe-verðlaunin fyrir byggingarlist og World Architecture Award