*

Hitt og þetta 2. nóvember 2018

Upprunalegi Super Mario látinn

Mario Segale, maðurinn sem tölvuleikjapersónan Super Mario er skýrð í höfuðið á, hefur látið lífið 84 ára að aldri.

Mario Segale, maðurinn sem tölvuleikjapersónan Super Mario er skýrð í höfuðið á, hefur látið lífið 84 ára að aldri. BBC greinir frá.

Hinn ítalsk-ameríski Segale var farsæll verktaki frá Washington fylki í Bandaríkjunum. Á níunda áratug síðustu aldar leigði hann út húsnæði til tölvuleikjaframleiðandans Nintendo. Nintendo ákvað í kjölfarið að skýra tölvuleikjapersónuna góðkunnu í höfuðið á Mario Segale. 

Áður en Super Mario fékk nafngiftina var hann alltaf kallaður Jumpman innan raða Nintendo. Super Mario leikjaserían er af mörgum sögð vera farsælasta tölvuleikjasería allra tíma en nýjasti Super Mario leikurinn í hefur verið seldur í 12 milljónum eintaka fyrir leikjatölvuna Nintendo Switch. 

Stikkorð: Mario  • Super
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim