*

Tíska og hönnun 21. febrúar 2019

Útrás Kex ein sú mest spennandi í heimi

Nýtt hostel Kex í Portland er eitt af tíu mögnuðustu nýju hostelum heims að mati ferðavefs The Guardian.

Nýtt hostel Kex í Portland í Oregon í Bandaríkjunum er eitt af tíu mögnuðust nýju hostelum heims að mati ferðavefs The Guardian. Ráðgert er að opna hostelið í Portland síðar á þessu ári en Kex rekur fyrir hostel í Skúlagötu í Reykjavík.

Hið nýja hostel er í byggingu sem gengur undir nafninu Vivian Apartments og var byggð árið 1911. Í umfjöllun The Guardian er greint frá því að veitingastaður og bar verði á jarðhæð hússins, ekki ósvipað og á Kex í Reykjavík. Þá er greint frá því að íslenskir kokkar og hönnuðir hafi að undanförnu unnið að því að koma hótelinu á koppinn. Þar á meðal sé Ólafur Ágústsson, sem vann á Kex og veitingastaðnum Dill.

Meðal annarra hostela sem The Guardian þykir spennandi eru hostel í Austin í Texas, Bangkok í Tælandi og Marrakech í Marrokkó.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim