*

Veiði 1. febrúar 2014

Vefsala SVFR hefst í mánuðinum

Ari Hermóður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur segir unnið að því að koma óseldum veiðileyfum í netsölu.

Líklegt er að þau veiðileyfi sem ekki voru seld í úthlutun Stangaveiðifélags Reykjavíkur fari á vefinn hjá svfr.is í kringum 10. febrúar. Ari Hermóður Jafetsson sölustjóri segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að koma óseldum veiðileyfum á netið fyrstu vikuna í febrúar en það velti allt á því hvenær úthlutun klárist. Sú vinna sé í fullum gangi.

„Mér finnst líklegt að þetta verði einhvern tímann í kringum 10. febrúar,“ segir Ari Hermóður. Mikil ásókn var í veiðileyfi í Elliðaánum en þó er ekki útilokað að einhverjir dagar á ánum fari í vefsöluna. Það yrðu þá líklegast dagar í ágúst eða september.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim