*

Veiði 21. apríl 2018

Veiði hafin í Þingvallavatni

Veiði í magnaðasta veiðivatni Íslands og líklega veraldar hófst í gær.

Nú er vorveiðin komin á fullt. Í fyrradag, sumardaginn fyrsta, hófst veiði í Elliðavatni og í gær hófst veiði í Þingvallavatni.

Þingvallavatn er án nokkurs vafa magnaðasta veiðivatn Íslands og reyndar eitt allra magnaðasta veiðivatn veraldar ef út í það er farið. Frá 20. apríl og til 31. maí er eingöngu heimilt að veiða á flugu í Þingvallavatni og á þeim tíma ber að sleppa öllum urriða. Frá 1. júní til 15. september má veiða með flugu, spún og maðki.

Í maí hefst veiði í fjölmörgum vötnum, meðal annars í Úlfljótsvatni. Þeir sem eru með Veiðikortið geta skoðað hvenær vötnin opna hér.