*

Tíska og hönnun 27. október 2017

Zara opnar á ný í Smáralind

Zara opnar verslun sína í Smáralind að nýju eftir breytingar á tveimur hæðum.

Eftir umfangsmiklar breytingar og stækkun opnar Zara flaggskipsverslun sína í Smáralind að nýju að því er segir í fréttatilkynningu. Verslunin er 2.200 sölufermetrar, á tveimur hæðum, með auknu og fjölbreyttara úrvali en áður, en þar er að finna allt það nýjasta sem Zara hefur upp á að bjóða í karla-, kvenna- og barnadeild ásamt TRF- og Basic-deild.

Verslunin uppfyllir öll þau grænu skilyrði sem móðurfyrirtæki Zöru, Inditex, setur. Sem vistvæn verslun notar hún 20% minni orku og 40% minna vatn en hefðbundin verslun. Til að tryggja að verslunin haldi áfram að uppfylla þessi skilyrði lýtur orkunotkunin eftirliti miðlægrar stjórnstöðvar í höfuðstöðvum Zara í Arteixo í norðausturhluta Spánar. 

Zara leggur áherslu á að bæta gæði þjónustunnar og upplifun viðskiptavina og því er nýjasta tækni nýtt í versluninni. Það felst meðal annars í „Radio Frequency Identification Technology“ (RFID) sem gerir kleift að finna flíkur hratt og hafa vinsælustu vörurnar tiltækar í versluninni.

Inditex Group

Zara er í eigu Inditex Group, einnar stærstu samstæðu heims á sviði smásölu á tískuvarningi. Auk Zöru eru sjö önnur merki í eigu Inditex: Pull&Bear, Massimo Dutti, Bershka, Stradivarius, Oysho, Zara Home og Uterqüe. Inditex Group rekur 7.405 verslanir á 94 mörkuðum og er með netverslun á 46 mörkuðum.

Stikkorð: Zara  • Smáralind  • Inditex
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim