*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 20. mars 2017 13:56

0,81 króna fyrir hverja krónu eigin fjár

Útboðið sem endaði með sölu á tæplega 30% hlut í Arion banka til erlendra aðila, átti sér nokkurra mánaða aðdraganda.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Útboðið sem endaði með sölu á tæplega 30% hlut í Arion banka til erlendra aðila, átti sér nokkurra mánaða aðdraganda að því er kemur fram í svari Kaupþings til Mbl.is.

Eins og áður hefur komið fram seldi Kaupþing 29% hlut sinn í Arion banka í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil fyrir rúmlega 48,8 milljarða króna. Í svari Kaupþings segir að tilboðin hafi verið samþykkt með fyrirvörum í febrúar síðastliðnum.

Í kjölfar samningsviðræðna kaupenda og seljenda var verðið þá ákveðið 0,81 króna fyrir hverja krónu eigin fjár bankans. Þá var matið byggt á nýjustu fjárhagsupplýsingum sem lágu fyrir á þeim tíma, sem var þriðja ársfjórðungsuppgjör ársins 2016.

Stikkorð: Arion banki Kaupþing útboð sala