Skeljungur birti á þriðjudag uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Hagnaður félagsins á fyrri helmingi þessa árs nam 851 milljón króna og jókst um 16,9% frá sama tímabili í fyrra. Hendrik Egholm tók við starfi forstjóra Skeljungs í október á síðasta ári. „Við höfum gert miklar skipulagsbreytingar og því miður þurftum við að segja upp fólki,“ segir Hendrik spurður um hvaða breytingar hafi orðið á fyrirtækinu frá því að hann tók við sem forstjóri.

„Við gerðum meðal annars breytingar á stjórnendateyminu enda er helmingur þess nú nýir starfsmenn og þá urðu einnig breytingar á ábyrgðarhlutverkum innan fyrirtækisins. Við höfum einbeitt okkur að því að gera Skeljung að skilvirkara og kröftugra fyrirtæki sem getur hreyft sig hratt. Við hættum að nota Skeljungs vörumerkið á afgreiðslustöðvum okkar og erum nú að vinna að því að búa til nýtt vörumerki í smásölu í samstarfi við Basko [eiganda 10-11] á meðan 10-11 mun hverfa af bensínstöðvum okkar á höfuðborgarsvæðinu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .