Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja 10% aukaskatt á ofurbíla á borð við Ferrari, Benley, Aston Martin og Rolls Royce. Skatturinn er lagður á þá bíla sem kosta meira en 1,3 milljónir júan eða því sem jafngildir um 21,3 milljónum íslenskra króna. BBC greinir frá.

Skatturinn beinist að því að koma veg fyrir að kínverskir einstaklingar eyddu of miklu í óþarfa. Skatturinn er líka tengdur baráttu Kínverja við losun gróðurhúsalofttegunda. Kínversk stjórnvöld hafa upp á síðkastið skorið herör gegn ofneyslu og sýnimennsku.

Kínverski markaðurinn er gífurlega mikilvægur fyrir framleiðendur lúxusbíla og hafa nýverið reynt að sérhanna bíla fyrir kínverska neytendur. Kínverski markaðurinn fyrir lúxusbíla fer sístækkandi með aukinni velmegnun í Kína.

Í yfirlýsingu frá kínverska fjármálaráðuneytinu, sem er hægt að lesa hér fyrir þá sem kunna kínversku, kemur fram að „til að auka hagkvæma neyslu og koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, hyggst ríkisstjórnin setja á neysluskatt á ofur-lúxusbíla.“