Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í dag að stefnt væri að því taka 10 þúsund króna seðilinn úr umferð og að hámark yrði sett á leyfilega upphæð greiðslna fyrir vöru og þjónustu með reiðufé. Þetta kemur í frétt Mbl.is .

Í janúar síðastliðnum birti fjármálaráðherra skýrslu sem unnin var að frumkvæði forvera hans um umfang íslenskra fjármuna í skattaskjólum. Ákvað ráðherra í kjölfarið að styrkja yrði aðgerðir gegn skattsvikum og skattaundanskotum. Sem lið í þeim aðgerðum skipaði hann tvo starfshópa um aðgerðir; annan um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum og hinn um skattundanskot og skattsvik. Voru á skýrslur þessara tveggja hópa kynntar á fundinum í dag.

Starfshópurinn sem skoðaði milliverðlagningu og komst að þeirri niðurstöðu að árlegt tekjutap ríkissjóðs vegna óeðlilegrar milliverðlagningar tengdra lögaðila getur verið á bilinu 1 til 6 milljarðar króna.

Hinn starfshópurinn sem skoðaði skattaundanskot og skattsvik. Meginviðfangsefni voru skattsvik sem rekja má til kennitöluflakks eða ólögmætra undanskota í verktakaiðnaði og peningaþvætti. Í niðurstöðum sínum leit hópurinn á nýlegar rannsóknir sem áætla að undanskot gætu verið á bilinu 3-5% af vergri landsframleiðslu.