*

föstudagur, 19. október 2018
Erlent 20. apríl 2018 15:51

100 milljarða sekt

Bandaríski bankinn Wells Fargo var sektaður um það sem nemur 100 milljörðum króna.

Ritstjórn

Bandaríski bankinn Weels Fargo var sektaður um 1 milljarð bandaríkjadala eða sem nemur 100 milljörðum króna. Um er að ræða einu hæstu sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki síðan Donald Trump var kjörinn forseti að því er BBC greinir frá.

Sektin er lögð á bankann vegna mála sem sneru að bílatryggingum og húsnæðislánum. Um er að ræða sátt þar sem bankinn samþykkir að greiða sektina án þess að viðurkenna brot. 

Stofnunin sem lagði sektina á bankann, fjármálaneytendastofa Bandaríkjanna, hefur ekki verið í náðinni hjá forsetanum sem vill takmarka frekar valdheimildir hennar. 

Wells Fargo greindi frá því í ágúst að 3,5 milljónir reikninga hafi verið stofnaðir fyrir viðskiptavini án þess að þeir hefðu gefið leyfi sitt fyrir því en reikningarnir voru stofnaðir yfir 8 ára tímabil.