*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 19. september 2017 18:35

Norski olíusjóðurinn yfir 1 billjón dollara

Eignir norska olíusjóðsins eru nú metnar á ríflega eina billjón Bandaríkjadali og eru álíka verðmætar og verg landsframleiðsla ríkja á borð við Mexíkó og Spán.

Ritstjórn

Það sem væri hægt að kalla stærsta lífeyrissjóð heimsins — það er norski olíusjóðurinn — hefur nú rofið 1 billjón Bandaríkjadala múrinn. Vegna gengisbreytinga fóru eignir sjóðsins yfir það mark. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum olíusjóðsins var því lýst yfir að enginn hafi átt von á því að eignir sjóðsins yrðu metnar á yfir 1 billjón dala þegar fyrsta millifærslan í sjóðinn var framkvæmd í maí 1996, fyrir ríflega tuttugu árum síðan. 

Til samanburðar er verg landsframleiðsla ríkja á borð við Mexíkó, Indónesíu, eða Spánar, svipað mikil og olíusjóðurinn norski er metinn á. Sjóðurinn er einn stærsti einstaki fjárfestir heims og hlut í ríflega níu þúsund félögum víðs vegar um heiminn. Alls á norski olíusjóðurinn um 1,3% í skráðum fyrirtækjum heimsins, að meðaltali. Stærstu eignir sjóðsins eru í Apple, Nestle, Shell, Novartis, Microsoft, og móðurfélagi Google. 

Meðalávöxtun sjóðsins árlega hefur verið um 5,9 prósentustig frá árinu 1998, en ef tekið er með í reikninginn stjórnunarkostnaður og verðbólga, er ávöxtunin þó í kringum fjögur prósentustig. Í fyrra þá jókst virði eigna sjóðsins um 6,9 prósentustig. En á þessu ári er gert ráð fyrir því að virði hans aukist enn meira. Ef að eignum sjóðsins væri dreift jafnt yfir alla Norðmenn myndu hver fá um 190 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut — eða því sem jafngildir ríflega 20 milljón íslenskra króna.

Hægt er að kynna sér sjóðinn og fjárfestingar hans betur hér. Bloomberg, CNN, og Reuters.fjölluðu um afrek sjóðsins. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim